þriðjudagur, 3. júlí 2007

óskiljanlegt veður

Ég er nú ekki alveg að skilja þetta veður! Í dag var spáð rigningu eins og síðustu daga og næstu daga. Það var frekar heitt og þungskýjað í morgun og fram undir hádegi. Börnin voru send út í regnbuxum og stígvélum, og áttu svo bara að fara inn og ná í regnjakka ef það byrjaði að rigna... Hvað gerist, það verður svo hrikalega heitt og ekki hægt að vera í regngalla og ENGIN rigning, skýjin horfin og hitinn rokin upp úr öllu valdi. Allir úr regnfötunum og enduðu á nærbol með brett upp á buxurnar, því engin bjóst við þessum hita í dag svo engin var í stuttbuxum...


Spá næstu 5 daga... nú lítur þetta ekkert alltof vel út fyrir laugardaginn!

Hvað lærði ég af þessu, að þó það sé spáð rigningu, þá held ég áfram að vera í mínum kvartbuxum en ekki gallabuxum, "og hana nú" sagði hænan og velti sér á bakið!!!

Kveðja Krúsin

mánudagur, 2. júlí 2007

Veðurspá næstu daga


Hérna er veðurspáin næstu 5 daga... vona að þetta haldist, því við erum að fara í brúðkaup á laugadaginn!

Í rigningu ég syng...

Guð hjálpi mér núna...
það rignir og rignir og rignir. Það var sumar í byrjun júní en síðan hefur bara verið rigning, í dag er spáð rigningu og þrumuveðri... þá er best að halda sig heima, undir sæng með eyrnatappa eða puttana í eyrunum... mér er alveg ofsalega illa við þrumuveður... bara svolítið hrædd:-(

Það er víst ekkert við þessu veðri að gera, annað en klæða sig eftir því, og ég geri það fer í gúmmístígvél ef ég þarf þess, og já þó svo ég búi í Köben:-)

Núna erum við búnar að panta okkur miða heim 17 júli (minnir mig) maður er ekkert að koma á óvart meira, það vita það allir að lokum:-( ég get bara aldrei haldið kjafti, ekki frekar núna en þegar ég var lítil!

Ég vildi bara láta vita smá af mér, það var einhver að rukka um innlægg hérna á síðuna. En núna hef ég því miður ekki tíma til að skrifa meira, þarf að notafæra mér þessa rigningu og mála hurðarnar og hurðakarmana hjá okkur:-)

Hafið það gott og knúsi knús,
kveðja Kibban

þriðjudagur, 12. júní 2007

Hot hot hot

Kæra fjölskylda, vinir og kunningar,
ég vildi óska að við gætum deilt þessum hita sem er núna hérna í Danmörku. Ég er gjörsamlega að svitna í spað. Er sveitt allan daginn og þó ég fari í bað þá er ég orðin sveitt aftur eftir stuttan tíma. Én þar sem ég get ekki deilt þessu með ykkur þá verð ég víst bara að sætta mig við veðrið eins og það er. Það sem ég sætti mig við og nýt í botn, það er að vera á ströndinni seinni parts dags, þegar það er orðið notarlegt að vera þar, og fara í sjóinn og synda... það finnst mér æði. Núna er sem betur fer að koma smá pása á þessari hitabylgju sem hefur verið hérna síðustu daga, það hefur verið milli 25 og 30 stiga hiti hér á daginn og glampandi sól.

Ég verð því miður bara að hætta því mér er of heitt og ég er orðin þreytt svo ég fer bráðum að fara að sofa.

Yfir og út og kveðja til allra frá Kibbunni

þriðjudagur, 5. júní 2007

fyndinn hundur

Þessi hundur er bara sá fyndasti sem ég hef séð. Ég græt alltaf þegar ég sé hann, úr hlátri! Hann er súper fyndinn!
http://kvikmynd.is/video.asp?land=dyr&offset=9&id=3376

Allt fínt hérna-ég í fríi í dag!

Góðan og blessaðan rigningar daginn!

Langt síðan ég hef skrifað hérna, reyni að bæta úr því. Fyrir viku var ég jú á leiðinni heim frá Íslandi. Ég fór í stutta heimsókn yfir hvítasunnuna. Ég fór upp í sumarbústað með allri fjölskyldunni, 14 manns... þröngt mega sáttir sitja (og liggja). Það var alveg yndislegt, þó svo það hafi snjóað pínulítið á laugardag, þegar við komum. En annars rættist bara úr veðrinu og sunnudagurinn var æðislegur. Aðeins tilbaka í tíma... á laugardagskvöld var okkur öllum boðið í fertugs afmæli hjá Bjössa á Laxárbakka, og það gat ekki verið betra því þar hitti ég marga ættingja sem ég hef ekki hitt í mörg ár:-) Á sunnudeginum vaknaði ég bara snemma og fór í göngutúr upp í hraun. Það sama hafði ég gert á laugardeginum, og það er ekkert betra en að vera úti þegar allir aðrir sofa og njóta góða veðursins og kyrðarinnar.

Pabbi, Emil og Hjálmar settu fjórhjólið í gang, og ég og Guðrún keyrðum eins og vitleysingar um, eða það fannst mér, en henni fannst ég keyra eins og kerling í byrjun:-( en það breyttist!!

Alltaf gott að koma heim. Ég fór nú líka í heimsókn til hennar ömmu minnar á spítalann, hún varð mjög veik tveimur vikum fyrr, en hún er öll að hressast sú gamla. Þegar ég hitti hana var hún bara eins og hún á að sér að vera.

Eins og ég segji er alltaf gott að koma heim til Íslands, og þó það sé líka alltaf leiðinlegt að fara aftur, að þá er líka alltaf gott að koma heim til Charlotte aftur. Ég sakna alltaf fjölskyldunnar en ég veit að þið eruð þarna og eruð ekkert að yfirgefa mig:-

Við systurnar,


hvernig getur maður annað en saknað??




Í dag er þjóðhátíðardagur dana og ég er í fríi og allt er lokað. Ég er í fríi, og þá er bara eitt að gera, það er að fara að taka til... ARRRRGG Svo þarf ég eflaust að hengja upp snaga sem Lottu minni tókst hífa niður á einhvern furðulegan hátt. Ég hata líka að bora í þessa veggi hérna, ég get borað 1cm og svo er bara allt stopp, en stundum, allt í einu... búúúúbbbbs þá ríkur borinn í geng í næsta gati!!!

Hafið það gott, og njótið dagsins


Kveðja Kibba

miðvikudagur, 23. maí 2007

Veðurspá



Veðrið næstu daga í Köben og nágrenni, lítur ekki vel út, en það er í lagi því það er að koma helgi;-)



og svona lítur helgin út í Reykjavík, ekki sem verst... ég er nú góð að senda ykkur smá sól, verð bara að bæta úr hitanum:-/