þriðjudagur, 5. júní 2007

Allt fínt hérna-ég í fríi í dag!

Góðan og blessaðan rigningar daginn!

Langt síðan ég hef skrifað hérna, reyni að bæta úr því. Fyrir viku var ég jú á leiðinni heim frá Íslandi. Ég fór í stutta heimsókn yfir hvítasunnuna. Ég fór upp í sumarbústað með allri fjölskyldunni, 14 manns... þröngt mega sáttir sitja (og liggja). Það var alveg yndislegt, þó svo það hafi snjóað pínulítið á laugardag, þegar við komum. En annars rættist bara úr veðrinu og sunnudagurinn var æðislegur. Aðeins tilbaka í tíma... á laugardagskvöld var okkur öllum boðið í fertugs afmæli hjá Bjössa á Laxárbakka, og það gat ekki verið betra því þar hitti ég marga ættingja sem ég hef ekki hitt í mörg ár:-) Á sunnudeginum vaknaði ég bara snemma og fór í göngutúr upp í hraun. Það sama hafði ég gert á laugardeginum, og það er ekkert betra en að vera úti þegar allir aðrir sofa og njóta góða veðursins og kyrðarinnar.

Pabbi, Emil og Hjálmar settu fjórhjólið í gang, og ég og Guðrún keyrðum eins og vitleysingar um, eða það fannst mér, en henni fannst ég keyra eins og kerling í byrjun:-( en það breyttist!!

Alltaf gott að koma heim. Ég fór nú líka í heimsókn til hennar ömmu minnar á spítalann, hún varð mjög veik tveimur vikum fyrr, en hún er öll að hressast sú gamla. Þegar ég hitti hana var hún bara eins og hún á að sér að vera.

Eins og ég segji er alltaf gott að koma heim til Íslands, og þó það sé líka alltaf leiðinlegt að fara aftur, að þá er líka alltaf gott að koma heim til Charlotte aftur. Ég sakna alltaf fjölskyldunnar en ég veit að þið eruð þarna og eruð ekkert að yfirgefa mig:-

Við systurnar,


hvernig getur maður annað en saknað??




Í dag er þjóðhátíðardagur dana og ég er í fríi og allt er lokað. Ég er í fríi, og þá er bara eitt að gera, það er að fara að taka til... ARRRRGG Svo þarf ég eflaust að hengja upp snaga sem Lottu minni tókst hífa niður á einhvern furðulegan hátt. Ég hata líka að bora í þessa veggi hérna, ég get borað 1cm og svo er bara allt stopp, en stundum, allt í einu... búúúúbbbbs þá ríkur borinn í geng í næsta gati!!!

Hafið það gott, og njótið dagsins


Kveðja Kibba

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Við söknum þín líka krúsin mín :)

Nafnlaus sagði...

en flottar myndir af stóru systur humm fær hún borgað???