þriðjudagur, 3. júlí 2007

óskiljanlegt veður

Ég er nú ekki alveg að skilja þetta veður! Í dag var spáð rigningu eins og síðustu daga og næstu daga. Það var frekar heitt og þungskýjað í morgun og fram undir hádegi. Börnin voru send út í regnbuxum og stígvélum, og áttu svo bara að fara inn og ná í regnjakka ef það byrjaði að rigna... Hvað gerist, það verður svo hrikalega heitt og ekki hægt að vera í regngalla og ENGIN rigning, skýjin horfin og hitinn rokin upp úr öllu valdi. Allir úr regnfötunum og enduðu á nærbol með brett upp á buxurnar, því engin bjóst við þessum hita í dag svo engin var í stuttbuxum...


Spá næstu 5 daga... nú lítur þetta ekkert alltof vel út fyrir laugardaginn!

Hvað lærði ég af þessu, að þó það sé spáð rigningu, þá held ég áfram að vera í mínum kvartbuxum en ekki gallabuxum, "og hana nú" sagði hænan og velti sér á bakið!!!

Kveðja Krúsin

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta er nú farið að hljóma eins og íslensk veðurspá :)óráðin fyrr en að henni kemur.
Kveðja Linda.