þriðjudagur, 12. júní 2007

Hot hot hot

Kæra fjölskylda, vinir og kunningar,
ég vildi óska að við gætum deilt þessum hita sem er núna hérna í Danmörku. Ég er gjörsamlega að svitna í spað. Er sveitt allan daginn og þó ég fari í bað þá er ég orðin sveitt aftur eftir stuttan tíma. Én þar sem ég get ekki deilt þessu með ykkur þá verð ég víst bara að sætta mig við veðrið eins og það er. Það sem ég sætti mig við og nýt í botn, það er að vera á ströndinni seinni parts dags, þegar það er orðið notarlegt að vera þar, og fara í sjóinn og synda... það finnst mér æði. Núna er sem betur fer að koma smá pása á þessari hitabylgju sem hefur verið hérna síðustu daga, það hefur verið milli 25 og 30 stiga hiti hér á daginn og glampandi sól.

Ég verð því miður bara að hætta því mér er of heitt og ég er orðin þreytt svo ég fer bráðum að fara að sofa.

Yfir og út og kveðja til allra frá Kibbunni

2 ummæli:

Unknown sagði...

Hehe og ég sem var svo ánægð með gærdaginn, bara 13 gráður og allir úti að grilla og njóta lífsins á klakanum :)

Ég bíð bara spennt eftir því að hitinn fari upp fyrir 20 gráðurnar í Reykjavík, ætli vinnustöðum verði ekki lokað vegna veðurs þegar og ef það gerist.

Varaðu þig á hitanum og sólinni krúsí, þú gætir orðið brún... ekki það að þú hafir ekki verið orðin brún þegar þú varst hér um hvítasunnuna.

Sjáumst, kv. Linda sys.

Nafnlaus sagði...

Hæ dúllur sakna þess að hér er ekkert ritað: Verða að fara að hringja í þig:) Skilaðu kveðju til Lottu;o)Kveðja Guðrún Þóra