mánudagur, 2. júlí 2007

Í rigningu ég syng...

Guð hjálpi mér núna...
það rignir og rignir og rignir. Það var sumar í byrjun júní en síðan hefur bara verið rigning, í dag er spáð rigningu og þrumuveðri... þá er best að halda sig heima, undir sæng með eyrnatappa eða puttana í eyrunum... mér er alveg ofsalega illa við þrumuveður... bara svolítið hrædd:-(

Það er víst ekkert við þessu veðri að gera, annað en klæða sig eftir því, og ég geri það fer í gúmmístígvél ef ég þarf þess, og já þó svo ég búi í Köben:-)

Núna erum við búnar að panta okkur miða heim 17 júli (minnir mig) maður er ekkert að koma á óvart meira, það vita það allir að lokum:-( ég get bara aldrei haldið kjafti, ekki frekar núna en þegar ég var lítil!

Ég vildi bara láta vita smá af mér, það var einhver að rukka um innlægg hérna á síðuna. En núna hef ég því miður ekki tíma til að skrifa meira, þarf að notafæra mér þessa rigningu og mála hurðarnar og hurðakarmana hjá okkur:-)

Hafið það gott og knúsi knús,
kveðja Kibban

1 ummæli:

Unknown sagði...

Það var þá ágætt að þið fenguð smá rigningu. Hér er ótrúleg blíða, sól og hiti. Frábært veður, um helgina fór hitinn í 24 gráður upp í bústað. Og ég er skaðbrennd. Alltaf jafn æst í brúnku. Kveðja Linda sys.